Screen%20Shot%202021-01-12%20at%2017.47_edited.jpg

ALLIANCE X JAMHOUSE

Í upphafi sumars veitti Reykjavíkurborg styrki til verkefna sem ætlað var „að örva sköpunargleði, listræn verkefni, samræður og menningarlegt framboð í borginni til lengri og skemmri tíma." 


Í verkefninu Alliance x Jamhouse  er virði rannsakað í lifandi rannsókn með nokkrum ungmennum sem hafa stundað eigin listsköpun um árabil. Athygli er beint að hinu sjálfsprottna og því verðmæti sem þar býr.


Sótt var um verulaun/borgaralaun til ungmennanna fyrir sköpun sína og veru án allra skilyrða fyrir skilgreindri afurð - annarri en áframhaldandi virkjun eigin sköpunarkrafts með frjálsri aðferð. Verkefnisstjóri setti sig í stöðu vitnis og skrásetti veru og verkefni ungmennanna yfir sumarmánuðina. Hér að neðan gefst örlítil innsýn í orkuna og sköpunarkraftinn sem raun bar vitni. Ítarlegri greinargerð um verkefnið má finna hér.

 
 
 
 
 
 

Svarthvítar ljósmyndir auk nokkurra litmynda hér að ofan eru úr smiðju Tómasar van Oosterhout. Aðrar ljósmyndir eru vitnisburður verkefnisstjóra. Instagram myndirnar eru skjáskot af Instagram sögum þátttakenda á tímabilinu.

Forsíðumyndin er kyrrmynd úr myndbandi Inspector spacetime, Dansa og bánsa.