
ALLIANCE X JAMHOUSE
Í upphafi sumars veitti Reykjavíkurborg styrki til verkefna sem ætlað var „að örva sköpunargleði, listræn verkefni, samræður og menningarlegt framboð í borginni til lengri og skemmri tíma."
Í verkefninu Alliance x Jamhouse er virði rannsakað í lifandi rannsókn með nokkrum ungmennum sem hafa stundað eigin listsköpun um árabil. Athygli er beint að hinu sjálfsprottna og því verðmæti sem þar býr.
Sótt var um verulaun/borgaralaun til ungmennanna fyrir sköpun sína og veru án allra skilyrða fyrir skilgreindri afurð - annarri en áframhaldandi virkjun eigin sköpunarkrafts með frjálsri aðferð. Verkefnisstjóri setti sig í stöðu vitnis og skrásetti veru og verkefni ungmennanna yfir sumarmánuðina. Hér að neðan gefst örlítil innsýn í orkuna og sköpunarkraftinn sem raun bar vitni. Ítarlegri greinargerð um verkefnið má finna hér.
























